Michael Schumacher verður afi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:22 Michael Schumacher, sem er orðinn 55 ára gamall, varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Getty/Lars Baron Dóttir formúlugoðsagnarinnar Michael Schumacher er að gera hann að afa í fyrsta sinn en hún tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún eigi von á barni. Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher) Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher)
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira