Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 23. desember 2024 10:00 Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar