Goff sagði í viðtali eftir leik að fallið hafi vissulega verið viljandi, hann hrasaði og Gibbs hrundi í jörðina á sama tíma. Það sló vörn Chicago-liðsins út af laginu og Goff fann innherjann Sam LaPorta einn og yfirgefinn í endamarkinu.
We told ya he's an athlete 😉#ProBowlVote | @JaredGoff16 | @samlaporta pic.twitter.com/Fx4NZvBrGE
— Detroit Lions (@Lions) December 22, 2024
Goff kveðst hafa æft verknaðinn þrisvar til fjórum sinnum í vikunni og árangurinn lét ekki á sér standa. Sóknarþjálfarinn Ben Johnson á að hafa heillast af kasti Jordans Love, leikstjórnanda Green Bay Packers, gegn Bears fyrr í vetur. Love hrasaði þá áður en hann fann liðsfélaga sinn.
Johnson ákvað að reyna við að gera þetta viljandi gegn Bears-vörninni og það skilaði sjö stigum á töfluna. Lions unnu öruggan 34-17 sigur í Chicago og hafa nú unnið 13 af 15 leikjum liðsins á leiktíðinni. Lions berjast við Minnesota Vikings um toppsæti NFC-norður riðilsins en Minnesota vann einnig sinn 13. leik, 27-24 gegn Seattle Seahawks í gær.
🚨NEWS: Ben Johnson designed a play called “Stumble Bum,” inspired by a Jordan Love mishandled snap that turned into a big pass against the #Bears.
— MLFootball (@_MLFootball) December 23, 2024
Then today, Jared Goff and Gibbs pulled this play off, resulting in a big touchdown by Sam LaPorta.
🤯👀pic.twitter.com/3BRB87JOfw