Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 18:00 Alessandro Nesta hefur ekki tekist að fylgja góðum árangri fyrri þjálfara eftir. Marco Luzzani/Getty Images Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn. Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan. Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira
Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Sjá meira