Um er að ræða þrettándu árás Rússa á orkuinnviði Úkraínu á árinu, samkvæmt stærsta orkufyrirtæki landsins DTEK.
„Putín valdi jóladag sérstaklega til þess að gera þessa árás. Gæti eitthvað verið ómannúðlega?“ spurði Selenskí á X reikning sínum í dag.
Every massive Russian strike requires time for preparation. It is never a spontaneous decision. It is a deliberate choice – not only of targets but also of timing and date.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 25, 2024
Today, Putin deliberately chose Christmas for an attack. What could be more inhumane? Over 70 missiles,… pic.twitter.com/GMD8rTomoX
Að minnsta kosti einn lést í árásinni í Dnipro héraði í Úkraínu. Þar urðu um 150 byggingar fyrir truflunum í húshitun. Þá voru um 500 þúsund manns án húshitunar í Kharkiv héraði.
Minnst einn lést og þrír slösuðust í Rússlandi vegna dróna sem skotinn var niður fyrir ofan borgina Vladikavkaz. Talið er að sprengingin hafi átt sér stað fyrir utan verslunarmiðstöðina Alania.
Skutu niður 59 Úkraínska dróna
Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í morgun að 59 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir Rússlandi, það er í Belgorod, Voronezh, Kursk, Bryansk og Tambov héruðum. Ekki var minnst á slysið í Vladikavkaz í yfirlýsingunni.
Fjórir voru drepnir í Úkraínskum sprengjuárásum í rússnesku borginni Lgov í Kursk héraði, samkvæmt Alexander Khinshtein héraðsstjóra.