Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 20:23 Gísli Örn Garðarsson, baksviðs í Þjóðleikhúsinu í kvöld. vísir Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum. Gísli Örn ræddi leikverkið rétt fyrir frumsýningu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Áhorfendur eiga von á stóru leikhúsi,“ segir Gísli Örn. „Þetta er mjög tilfinningaríkið leikhús, í bland við léttleika og húmor. Þetta er svolítið eins og lífið, fjallar um hjón sem ákveða að fara í það ferðalag að eignast barn, eftir að hafa ákveðið að eignast alls ekki barn. Við fylgjum þeim í þessu ferðalagi. Þetta er um það þegar við sem manneskjur ætlum að stjórna öllu sjálf, en svo er það náttúran sem ræður algjörlega hvað gengur upp og hvað ekki.“ Stórskotalið leikara fer fyrir sýningunni, nánar tiltekið þau Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Gísli segir að allt sé vel æft í sýningunni, þar á meðal uppklappið. „Það þarf að huga að öllu. Nú er korter í frumsýningu og við erum enn þá að nostra við lokin. Þetta er eins og að fá jólamáltíðina aftur, þar sem allt verður að vera fullkomið þegar klukkan slær sex“ Hvaða áhrif hefur það að sýna annan í jólum? Hvernig hefur jólahaldið verið á þínu heimili? „Það fer náttúrulega allt í rugl, þetta er eiginlega ekki á neinn leggjandi. Þetta er smá eins og að stökkva hástökki, og á Þorláksmessu ertu að fara að taka stökkið en þá segir einhver „bíddu, við þurfum að halda jólin“ og svo kemurðu þér aftur fyrir á annan í jólum og þá máttu loksins hoppa.“ Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans, samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Þjóðleikhússins. Menning Leikhús Jól Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gísli Örn ræddi leikverkið rétt fyrir frumsýningu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Áhorfendur eiga von á stóru leikhúsi,“ segir Gísli Örn. „Þetta er mjög tilfinningaríkið leikhús, í bland við léttleika og húmor. Þetta er svolítið eins og lífið, fjallar um hjón sem ákveða að fara í það ferðalag að eignast barn, eftir að hafa ákveðið að eignast alls ekki barn. Við fylgjum þeim í þessu ferðalagi. Þetta er um það þegar við sem manneskjur ætlum að stjórna öllu sjálf, en svo er það náttúran sem ræður algjörlega hvað gengur upp og hvað ekki.“ Stórskotalið leikara fer fyrir sýningunni, nánar tiltekið þau Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Gísli segir að allt sé vel æft í sýningunni, þar á meðal uppklappið. „Það þarf að huga að öllu. Nú er korter í frumsýningu og við erum enn þá að nostra við lokin. Þetta er eins og að fá jólamáltíðina aftur, þar sem allt verður að vera fullkomið þegar klukkan slær sex“ Hvaða áhrif hefur það að sýna annan í jólum? Hvernig hefur jólahaldið verið á þínu heimili? „Það fer náttúrulega allt í rugl, þetta er eiginlega ekki á neinn leggjandi. Þetta er smá eins og að stökkva hástökki, og á Þorláksmessu ertu að fara að taka stökkið en þá segir einhver „bíddu, við þurfum að halda jólin“ og svo kemurðu þér aftur fyrir á annan í jólum og þá máttu loksins hoppa.“ Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans, samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Þjóðleikhússins.
Menning Leikhús Jól Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira