Erlent

Fram­kvæmda­stjóri WHO staddur á flug­velli í Jemen þegar Ísraelar gerðu á­rás

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus, sakaði ekki í árásinni.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, sakaði ekki í árásinni. Mynd/AP

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn.

 Þrír létust í árásinni á völlinn og fjöldi særðist og þá gerðu Ísraelar einnig árás í nágrenninu þar sem aðrir þrír létust. Framkvæmdastjórann, Tedros Adhanom Ghebreyesus sakaði ekki en hann var um það bil að ganga um borð í flugvél ásamt starfsliði sínu þegar árásin á flugvöllinn var gerð. Árásum Ísraela var beint gegn uppreisnarhópi Húta sem stjórna stórum hluta Yemens en þeir njóta stuðnings frá Íran. Ísraelar segja að skotmörk þeirra hafi verið hernaðarleg en Breska ríkisútvarpið segir óljóst hvor hinir látnu séu óbreyttir borgarar eða uppreisnarmenn.

Ghebreyesus var staddur í Jemen til þess að ræða um lausn gísla sem Hútar hafa í haldi, en þar er um starfsfólkd Sameinuðu þjóðanna að ræða. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres segir að árásin valdi sér áhyggjum en undanfarið hafa Ísreaelar hert mjög á sókn sinni gegn Hútum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreala sagði í yfirlýsingu stuttu eftir árásirnar að þeim verði haldið áfram uns Hútar verði sigraðir.

Hann minntist ekki á veru Ghebreyesus og er óljóst hvort Ísraelar hafi vitað af sendinefndinni.

Ísrael gerir loftárásir á Jemen 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×