Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. desember 2024 23:33 Magnus að tafli á skákmóti í október. EPA Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG. Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Sjá meira
Norski fréttamiðillinn Verdens gang hefur þetta eftir Henrik Carlsen, föður og umboðsmanni Magnusar. Magnus Carlsen hafði þetta um málið að segja: „Ég kom hingað, síðan fékk ég sekt og viðvörun þess efnis að ég mætti ekki tefla í níundu umferð nema ég myndi skipta um föt eftir umferð þrjú. Ég svaraði þeim og sagðist ætla skipta um buxur á morgun. Þá sögðu þeir að ég þyrfti að skipta núna strax.“ „Þá var þetta orðið prinsipmál fyrir mig.“ 200 dollara sekt Magnus Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 dollara frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur þann 31. Magnus Carlsen er langstigahæsti skákmaður heims í dag, með 2831 FIDE Elo stig þegar þetta er ritað. Hann er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. Hann er hins vegar ekki ríkjandi heimsmeistari í klassískri skák. Magnus varð heimsmeistari árið 2013 og vann titilinn samtals fimm sinnum á árunum 2013 - 2021, en hætti keppni í heimsmeistaraeinvíginu árið 2022. Þá sagðist hann ekki nenna þeirri keppni lengur, hann hefði engan hvata til þess að verja titilinn. Sumir halda að Carlsen myndi glaður keppa aftur í heimsmeistarmótinu verði fyrirkomulaginu breytt, og horfið verði frá einvígisfyrirkomulaginu. Þá yrði mótið meira í ætt við heimsmeistaramótin í at- og hraðskák. Nánari umfjöllun um gallabuxnamálið málið má finna á vef VG.
Skák Tengdar fréttir Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Sjá meira
Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Indverski skákmaðurinn Gukesh Dommaraju sló 39 ára met Garry Kasparov í dag þegar hann tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skák. 12. desember 2024 17:49