Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2024 11:01 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru sem varðaði heimilisofbeldi þar sem brotið sem málið varðaði var fyrnt, en atvikið sem það mál varðaði átti sér stað í mars 2022. Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Manninum var gefið að sök að ógna lífi og heilsu barnsmóður sinnar og þáverandi sambýliskonu með því að ýta henni um íbúð þeirra þannig hún lenti á húsgöngum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að halda og þrýsta fast um handleggi konunnar, og taka hana hálstaki. Í ákærunni segir að konan hafi síðan flúið inn á baðherbergi og læst á eftir sér, en þá hafi maðurinn brotið upp hurðina. Maðurinn neitaði sök. Hann sagði að ágreiningur hefði komið upp á milli þeirra um notkun á bíl þeirra. Þau hefðu ýtt við hvoru öðru og hún farið inn á bað og ekki viljað ræða við hann. Hann hafi svo slegið með flötum lófa á baðherbergishurðina. Í skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir að atvikið átti sér stað sagðist hann hafa „rétt komið við“ baðherbergishurðina og hún hrokkið upp og losnað. Brotið fyrnt Framburður mannsins þótti stöðugur í málinu og líka framburður konunnar, en fram kemur að frásögn hennar hafi fengið nokkurn stuðning í göngum málsins, líkt og í vottorði læknis. Því var framburður hennar lagður til grundvallar. Þó þótti ekki hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði tekið konuna hálstaki. Maðurinn var ákærður fyrir brot samkvæmt 218. grein b almennra hegningarlaga, sem varðar brot í nánu sambandi. Að mati dómsins var því ekki hægt að líta svo á að konan hefði hlotið stórfellt líkams- eða heilsutjón af háttsemi mannsins og því var niðurstaða dómsins að brotið varðaði fyrstu málsgrein 217. greinar sömu laga. Brot samkvæmt umræddri grein eru í mesta lagi eins árs fangelsi, en slík brot fyrnast á tveimur árum. Ákæra málsins var gefin út þegar rétt rúm tvö ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Því var niðurstaðan sú að brotið væri fyrnt. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir önnur brot. Þar á meðal fyrir gripdeild fyrir að dæla eldsneyti 26 sinnum á bíl sinn, samtals fyrir tæplega 260 þúsund krónur, og ekið á brott án þess að borga. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira