Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 11:31 Fjalar Þorgeirsson hefur starfað með Hákoni Rafni í íslenska landsliðinu síðustu misseri. Hann fylgdist vel með markverðinum unga í gærkvöld og hreifst, að venju, af frammistöðu hans. Samsett/Vísir Markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fylgdist vel með þegar Hákon Rafn Valdimarsson þreytti frumraun sína með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fotbolta. Hann segir Hákon vera betri markvörð en keppinaut hans um markvarðarstöðu liðsins. „Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“ Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira
„Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“
Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira