Lífið

Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi fer á kostum í atriðinu.
Steindi fer á kostum í atriðinu.

Þættirnir Draumahöllin hófu göngu sína á Stöð 2 þann 27. desember. Um er að ræða sex þátta seríu úr smiðju Sögu Garðarsdóttur, Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. og Magnúsar Leifssonar, sem jafnframt leikstýrir þáttunum.

Eitt atriði í fyrsta þættinum vakti sérstaka athygli þegar venjulegur miðaldra karlmaður var stöðvaður í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var með typpalokk og átti ekki að fá að fara í gegn. Fjölskyldan hans vissi ekki af lokknum og úr varð skrautleg atburðarás. Steindi leikur manninn sjálfan og Saga Garðars eiginkonuna. En aðrir landsþekktir leikarar komu við sögu í sketsnum eins og sjá má í klippunni.

Saga og Steindi fara með öll hlutverkin í þáttunum og bregða sér í gervi ýmissa óborganlegra karaktera. En einnig koma fram fjölmargir aukaleikarar eins og sjá má í atriðinu hér að neðan. Mikið er lagt upp úr gervum og koma margir af þekktustu leikurum landsins við sögu í þessari bráðskemmtilegu seríu sem er sprenghlægileg og ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi í Draumahöllinni.

Klippa: Typpalokkurinn lék hann grátt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.