Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:40 Maciej æfði fótbolta með Fylki. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir kyrrðarstundina í Árbæjarkirkju í gær voru félagar hans úr íþróttum. Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira