Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 13:01 Magnus Carlsen keypti þessar gallabuxur rétt áður en hann tefldi á heimsmeistaramótinu. Misha Friedman/Getty Images Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024 Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. Í viðtali við hlaðvarpið Take Take Take í gær sagðist hann ætla að snúa aftur, eftir góð samtöl við forseta alþjóða skáksambandsins, en hann myndi heimta að vera í gallabuxum. Sem hann og gerði í dag, sannur orðum sínum og í gallabuxum, rétt rúmlega mínútu eftir að hraðskák hans gegn Michael Bezold hófst. Þegar hann lék fyrsta leik, sem svartur, var hann búinn að eyða einni mínútu og tólf sekúndum af þriggja mínútna leik. Hann stóð samt uppi sem sigurvegari með 27 sekúndur eftir á klukkunni. Magnus Carlsen arrives one minute late for the first round of Blitz, fixes the pieces, and… wins the game! 😎♟️ #RapidBlitzWere the time odds games yesterday the perfect warmup for the World #1? 🔥 pic.twitter.com/TnAu1hsIEO— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 30, 2024 „Það er gott að vera mættur aftur,“ sagði Carlsen sem situr í efsta sæti heimslistans og hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari í hraðskák. „Þetta eru nýjar [gallabuxur]. Ég fór og keypti þær rétt áður en ég kom hingað, það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var seinn. Sem ég tek auðvitað fulla ábyrgð á,“ sagði Carlsen að lokum. Hann er í þriðja sæti af þeim keppendum sem halda áfram leik í átta manna úrslitum síðar í dag. "It feels good to be back" - 🇳🇴 Magnus CarlsenWatch the full interview 🔗https://t.co/nDZAeokiO5#RapidBlitz pic.twitter.com/zsN02cIkQl— International Chess Federation (@FIDE_chess) December 31, 2024
Skák Tengdar fréttir Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03
Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Magnus Carlsen hefur dregið sig úr keppni í heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák, eftir að hafa fengið sekt fyrir að hafa teflt í gallabuxum. Magnus er ríkjandi heimsmeistari bæði í atskák og hraðskák. 27. desember 2024 23:33