Ástæðan var sú að ung stúlka náði alltaf orðinu og fékk Steindi aldrei að komast að. Það fór ekki betur en svo að hann öskraði á barnið og lét stelpuna hreinlega heyra það eins og sjá má hér neðst í greininni.
Þættirnir Draumahöllin hófu göngu sína á Stöð 2 þann 27. desember. Um er að ræða sex þátta seríu úr smiðju Sögu Garðarsdóttur, Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. og Magnúsar Leifssonar, sem jafnframt leikstýrir þáttunum.
Saga og Steindi fara með öll hlutverkin í þáttunum og bregða sér í gervi ýmissa óborganlegra karaktera. En einnig koma fram fjölmargir aukaleikarar eins og sjá má í atriðinu hér að neðan. Mikið er lagt upp úr gervum og koma margir af þekktustu leikurum landsins við sögu í þessari bráðskemmtilegu seríu sem er sprenghlægileg og ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi í Draumahöllinni.