Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar 1. janúar 2025 15:00 Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar