Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2025 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið í fremstu í röð í meira en áratug og var með á síðustu heimsleikum. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson var einn af þeim fyrstu sem voru kynntir til leiks sem þátttakendur í nýrri atvinnumannadeild í CrossFit heiminum. Deildin kallast World Fitness Project og munu forráðamenn hennar bjóða mörgu af besta CrossFit fólki heims tækifæri á vera á samningi hjá þeim. Samningurinn gulltryggir íþróttafólkinu fastar tekjur í stað þess að treysta aðeins á verðlaunafé og auglýsingasamninga. Þessa dagana er verið að kynna það fólk sem hefur skrifað undir samning við þessa nýju atvinnumannadeild. Björgvin Karl var einn af þeim fyrstu. Lykilatriðið er að samningurinn við World Fitness Project útilokar það ekki að viðkomandi íþróttafólk taki þátt í heimsleikum CrossFit samtakanna. Þau sem eru á samning geta því tekið þátt í opna hlutanum og undankeppninni eins og áður. Barbell Spin CrossFit vefurinn fjallar um þetta verkefni en það verða gerðir tuttugu samningar við karla og tuttugu samningar við konur. Íþróttafólkið, sem fékk boð um samningsgerð, hefur verið í hópi besta CrossFit fólks heims síðustu ár. Björgvin Karl er svo sannarlega í þeim hópi enda fastagestur á heimsleikunum og lengstum í hóp þeirra tíu bestu þar. Samkvæmt fréttinni á Barbell Spin gæti íþróttafólkið fengið allt að hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir samninginn eða um fjórtán milljónir króna. Þau verða í staðinn að keppa í þremur WFP keppnum á árinu en í hverri keppni verður einnig tíu keppendum í viðbót boðið að taka þátt í hverju móti. View this post on Instagram A post shared by World Fitness Project (@worldfitnessproject) CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Deildin kallast World Fitness Project og munu forráðamenn hennar bjóða mörgu af besta CrossFit fólki heims tækifæri á vera á samningi hjá þeim. Samningurinn gulltryggir íþróttafólkinu fastar tekjur í stað þess að treysta aðeins á verðlaunafé og auglýsingasamninga. Þessa dagana er verið að kynna það fólk sem hefur skrifað undir samning við þessa nýju atvinnumannadeild. Björgvin Karl var einn af þeim fyrstu. Lykilatriðið er að samningurinn við World Fitness Project útilokar það ekki að viðkomandi íþróttafólk taki þátt í heimsleikum CrossFit samtakanna. Þau sem eru á samning geta því tekið þátt í opna hlutanum og undankeppninni eins og áður. Barbell Spin CrossFit vefurinn fjallar um þetta verkefni en það verða gerðir tuttugu samningar við karla og tuttugu samningar við konur. Íþróttafólkið, sem fékk boð um samningsgerð, hefur verið í hópi besta CrossFit fólks heims síðustu ár. Björgvin Karl er svo sannarlega í þeim hópi enda fastagestur á heimsleikunum og lengstum í hóp þeirra tíu bestu þar. Samkvæmt fréttinni á Barbell Spin gæti íþróttafólkið fengið allt að hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir samninginn eða um fjórtán milljónir króna. Þau verða í staðinn að keppa í þremur WFP keppnum á árinu en í hverri keppni verður einnig tíu keppendum í viðbót boðið að taka þátt í hverju móti. View this post on Instagram A post shared by World Fitness Project (@worldfitnessproject)
CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira