Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 08:26 Lögregla girti af svæði í kringum anddyri Trump-hótelsins í Las Vegas þar sem Tesla Cybertruck sprakk að morgni nýársdags. AP/Ty O'Neil Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum. Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum.
Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira