Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 08:26 Lögregla girti af svæði í kringum anddyri Trump-hótelsins í Las Vegas þar sem Tesla Cybertruck sprakk að morgni nýársdags. AP/Ty O'Neil Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum. Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum.
Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira