Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 16:56 Þorgerður Katrín segir Íslendinga þurfa tala skýrari röddu varðandi mál Palestínu. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56
„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31
Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07