Hinn 22 ára gamli Ólafur er örvfættur varnarmaður sem hefur leikið með FH frá 2021. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Keflavík og Grindavík á láni. Ólafur og Davíð Snær voru samherjar í Hafnafirði árin 2022 og 2023. Þeir sameina nú krafta sína á ný í norsku B-deildinni.
„Mér líður mjög vel að vera búinn að skrifa undir. Ég held að framtíðin sé björt hjá Álasundi og hlakka til að taka þátt í uppbyggingunni,“ sagði Ólafur eftir að hafa skrifað undir.
Ólafur Gudmundsson har signert for AaFK! 🧡
— Aalesunds Fotballklubb (@AalesundsFK) January 3, 2025
Den islandske midtstopperen har signert for de neste tre årene.
✍️🤝 pic.twitter.com/x0ul7aEDeb
FH-ingar mæta með mikið breytt lið til leiks í Bestu deild karla á næstu leiktíð þar sem Logi Hrafn Róbertsson fór nýverið til Króatíu.