Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 15:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/vilhelm „Það var í rauninni allt tekið fyrir en á mismikilli dýpt. Þetta var bara gaman, þetta var gott spjall í dásamlegu umhverfi. Hvergi er fallegra að vera heldur en á Þingvöllum. Hvort sem það er á sumrin eða í þessum vetrarbúningi sem var í gær.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi um nýafstaðin vinnufund ríkisstjórnarinnar sem fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær í miklu fannfergi. Fundurinn nýttur í forgangsröðun Ekki var gefið út hvað yrði rætt á fundinum en Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi stiklað á stóru varðandi alla helstu málaflokka og rætt flest öll þau mál sem eru í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins. „Við vorum náttúrulega að fara yfir stefnuyfirlýsinguna og áherslurnar, fyrstu málin, hvað við viljum fara strax í. Svo vorum við að fara á dýptina í ýmsum málum. Það kemur engum á óvart að við vorum mikið að fara yfir fjármál ríkisins og hvað við getum gert til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og aðstoða Seðlabankann í verkefninu við að lækka vexti.“ Þorgerður Katrín á fundi ríkisstjórnar á Þingvöllum í gær.vísir/vilhelm Hún tekur fram að það hafi verið einstaklega gaman á fundinum í gær og að vel hafi farið á milli ráðherra. Fundurinn hafi að mestu verið nýttur í að forgangsraða því sem verði lagt fram í upphafi nýs þings. „Við ræddum mikið samgöngumál, innviðauppbyggingu, öryrkja og tekjutengingu lífeyris og útgreiðslna og svo framvegis. Það voru allir mjög einbeittir og glaðsinna í senn, mér fannst það gott. Það er gott að skynja að það er kraftur í fólki og það eru allir mjög meðvitaðir um ábyrgðina sem felst í að sitja í ríkisstjórn og taka hluti áfram.“ Hugmyndirnar komi að góðum notum í ráðuneytunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra opnaði samráðsgátt á fimmtudaginn þar sem fólk getur sent inn tillögur varðandi hvernig best sé hægt að hagræða rekstri ríkisins. Tillögur hafa hrannast inn síðustu tvo daga og telja nú nokkur þúsund. Þorgerður segir að ýmislegt í tillögunum komi ekki á óvart og jafnvel sé búið að framkvæma sumt sem þar er lagt fram. „Þetta verða örugglega einhverjar þúsundir tillagna þegar upp er staðið. Þó það væri ekki nema einhverjar tíu til þrjátíu sem við getum byggt á þá er það frábært. Þetta veitir líka ráðuneytunum aðhald. Við fáum líka fullt af hugmyndum um hvað sé hægt að gera betur innan hvers ráðuneytis. Þetta er nýtilegt á margan hátt. Mér finnst þetta frábært framtak hjá okkur, þó ég hæli okkur sjálfum í ríkisstjórninni. Mér finnst þetta skemmtilegt og aðeins nýtt, þetta undirstrikar það að við erum að velta við hverri þúfu til að þess að fara betur með peninga.“ „Gott að vera komin aftur“ Þorgerður Katrín er sú eina í núverandi ríkisstjórn sem hefur áður setið sem ráðherra. Hún var áður menntamálaráðherra árið 2003 til ársins 2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2017. Spurð hvernig tilfinningin sé að koma aftur í ráðherrabústaðinn og hvort hún hafi tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar í sýnisferð um bústaðinn segir Þorgerður: „Það er bara gott að vera komin aftur. Verkefnin eru stór og mikil. Auðvitað er maður í pólitík til að hafa áhrif og ríkisstjórnin er meðal annars ein leið til þess. Við ætlum að nýta tækifærið og halda áfram að vinna fyrir þjóðina. Maður finnur og skynjar þennan meðbyr sem er með ríkisstjórninni, fólki er pínulítið létt. Maður er í búðum, maður er í ræktinni og fólk kemur til manns og segir hvað það er gott að þetta sé farið af stað. Fólk nennir ekki meiri tímaeyðslu í garg og suð á milli ríkisstjórnarflokka heldur bara að fólk fari að demba sér í verkin.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi um nýafstaðin vinnufund ríkisstjórnarinnar sem fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær í miklu fannfergi. Fundurinn nýttur í forgangsröðun Ekki var gefið út hvað yrði rætt á fundinum en Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi stiklað á stóru varðandi alla helstu málaflokka og rætt flest öll þau mál sem eru í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins. „Við vorum náttúrulega að fara yfir stefnuyfirlýsinguna og áherslurnar, fyrstu málin, hvað við viljum fara strax í. Svo vorum við að fara á dýptina í ýmsum málum. Það kemur engum á óvart að við vorum mikið að fara yfir fjármál ríkisins og hvað við getum gert til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og aðstoða Seðlabankann í verkefninu við að lækka vexti.“ Þorgerður Katrín á fundi ríkisstjórnar á Þingvöllum í gær.vísir/vilhelm Hún tekur fram að það hafi verið einstaklega gaman á fundinum í gær og að vel hafi farið á milli ráðherra. Fundurinn hafi að mestu verið nýttur í að forgangsraða því sem verði lagt fram í upphafi nýs þings. „Við ræddum mikið samgöngumál, innviðauppbyggingu, öryrkja og tekjutengingu lífeyris og útgreiðslna og svo framvegis. Það voru allir mjög einbeittir og glaðsinna í senn, mér fannst það gott. Það er gott að skynja að það er kraftur í fólki og það eru allir mjög meðvitaðir um ábyrgðina sem felst í að sitja í ríkisstjórn og taka hluti áfram.“ Hugmyndirnar komi að góðum notum í ráðuneytunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra opnaði samráðsgátt á fimmtudaginn þar sem fólk getur sent inn tillögur varðandi hvernig best sé hægt að hagræða rekstri ríkisins. Tillögur hafa hrannast inn síðustu tvo daga og telja nú nokkur þúsund. Þorgerður segir að ýmislegt í tillögunum komi ekki á óvart og jafnvel sé búið að framkvæma sumt sem þar er lagt fram. „Þetta verða örugglega einhverjar þúsundir tillagna þegar upp er staðið. Þó það væri ekki nema einhverjar tíu til þrjátíu sem við getum byggt á þá er það frábært. Þetta veitir líka ráðuneytunum aðhald. Við fáum líka fullt af hugmyndum um hvað sé hægt að gera betur innan hvers ráðuneytis. Þetta er nýtilegt á margan hátt. Mér finnst þetta frábært framtak hjá okkur, þó ég hæli okkur sjálfum í ríkisstjórninni. Mér finnst þetta skemmtilegt og aðeins nýtt, þetta undirstrikar það að við erum að velta við hverri þúfu til að þess að fara betur með peninga.“ „Gott að vera komin aftur“ Þorgerður Katrín er sú eina í núverandi ríkisstjórn sem hefur áður setið sem ráðherra. Hún var áður menntamálaráðherra árið 2003 til ársins 2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2017. Spurð hvernig tilfinningin sé að koma aftur í ráðherrabústaðinn og hvort hún hafi tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar í sýnisferð um bústaðinn segir Þorgerður: „Það er bara gott að vera komin aftur. Verkefnin eru stór og mikil. Auðvitað er maður í pólitík til að hafa áhrif og ríkisstjórnin er meðal annars ein leið til þess. Við ætlum að nýta tækifærið og halda áfram að vinna fyrir þjóðina. Maður finnur og skynjar þennan meðbyr sem er með ríkisstjórninni, fólki er pínulítið létt. Maður er í búðum, maður er í ræktinni og fólk kemur til manns og segir hvað það er gott að þetta sé farið af stað. Fólk nennir ekki meiri tímaeyðslu í garg og suð á milli ríkisstjórnarflokka heldur bara að fólk fari að demba sér í verkin.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira