„Það er með gríðarlegri sorg í hjarta sem við látum ykkur vita að okkar elskulega James Lee Williams - The Vivienne lést þessa helgina,“ sagði í tilkynningu frá Simon Jones, talsmanni fjölskyldu Williams.
Þá kom einnig fram í tilkynningunni að ekki yrði greint frá frekari upplýsingum um andlát Williams. „Við biðjum um að fjölskylda James fái tíma og næði sem þau þurfa nú til að syrgja.“
The Vivienne hafði verið lengi í bresku dragsenunni en öðlaðist heimsfrægð eftir að hún varð dragsendiherra Bretlands í bandarísku sjónvarpsseríunni RuPaul's Drag Race. Í þættinum keppa dradrottningar fyrir framan hóp dómara um að verð næsta dragsúperstjarna.
Síðar varð The Vivienne fyrsti sigurvegari í bresku útgáfunni af þáttunum árið 2019.