Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 14:40 Þórdís Kolbrún og Bjarni skrafa saman á ráðherrabekk á Alþingi. Þau hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár en nú ætlar Bjarni að stíga til hliðar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira