Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. janúar 2025 15:23 Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem formaður og þingmaður í dag. Nokkur tár hafi fallið. Bjarni tilkynnti félögum sínum á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í dag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins og að hann ætlaði ekki að taka sæti á Alþingi. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokksins, segir ákvörðunina hafa komið sér persónulega á óvart og að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið við hana, ekki síst vegna þess að þetta reyndist síðasti þingflokksfundur Bjarna. „Þannig að það féllu nokkur tár þarna,“ sagði hún í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn. Einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála Um Bjarna sagði Hildur að nú væri að kveðja einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála. „Þannig að þetta var um margt erfið stund en líka falleg þar sem við auðvitað bara þökkuðum Bjarna fyrir hans framúrskarandi störf og vináttu í gegnum árin og við munum sakna hans mikið." Íslenskt samfélag hefði notið afskaplega góðs af því hvernig Bjarni hefði unnið síðasta áratuginn eða svo. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann muni einhvern daginn fá að njóta þess,“ sagði hún. Hildur sagðist ekki sjálf íhuga að bjóða sig fram til formanns á landsfundi en gera mætti ráð fyrir spennandi kapphlaupi um embættið. „Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn. Mannvalið er mikið. Ég myndi gera ráð fyrir að það séu margir sem kannski hugsi sem svo að þeir geti lagt fram krafta sína,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Bjarni tilkynnti félögum sínum á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í dag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins og að hann ætlaði ekki að taka sæti á Alþingi. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokksins, segir ákvörðunina hafa komið sér persónulega á óvart og að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið við hana, ekki síst vegna þess að þetta reyndist síðasti þingflokksfundur Bjarna. „Þannig að það féllu nokkur tár þarna,“ sagði hún í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn. Einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála Um Bjarna sagði Hildur að nú væri að kveðja einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála. „Þannig að þetta var um margt erfið stund en líka falleg þar sem við auðvitað bara þökkuðum Bjarna fyrir hans framúrskarandi störf og vináttu í gegnum árin og við munum sakna hans mikið." Íslenskt samfélag hefði notið afskaplega góðs af því hvernig Bjarni hefði unnið síðasta áratuginn eða svo. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann muni einhvern daginn fá að njóta þess,“ sagði hún. Hildur sagðist ekki sjálf íhuga að bjóða sig fram til formanns á landsfundi en gera mætti ráð fyrir spennandi kapphlaupi um embættið. „Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn. Mannvalið er mikið. Ég myndi gera ráð fyrir að það séu margir sem kannski hugsi sem svo að þeir geti lagt fram krafta sína,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30