Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 16:00 Allir nema dómstjóri og dómritari tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. VÍSIR/JÓHANNK Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Maðurinn, sem er Norðfirðingur á fimmtugsaldri, er ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Við þingsetningu málsins neitaði hann sök. Austurfrétt greinir frá þingsetningunni. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi slegið hjónin endurtekið með hamri, þar á meðal í höfuðið. Hjónin hafi hlotið alvarlega áverka, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Hjónin létust bæði vegna höfuðáverkanna. Aðeins dómstjóri og dómritari voru á staðnum en sækjandi, lögmaður barna hjónanna, sá ákærði og verjandi hans tóku öll þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra en hann hafði keyrt bíl hjónanna frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Hann fannst með storknað blóð á fatnaði sínum og ýmsar eigur hjónanna, svo sem bankakort. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekkti maðurinn hjónin vel. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að dómkvaddur matsmaður sagði manninn þjást af alvarlegu geðrofi og væri hættulegur öðrum. Ástandið hefði verið langvarandi frá árinu 2015. Samkvæmt fréttastofu RÚV verður þinghald næst þann 16. janúar. Aðalmeðferðin málsins gæti þá verið eftir nokkrar vikur. Maðurinn var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa verið með fimmtán sentimetra langan hníf meðferðis þann 12. maí 2024. Hann játaði sök en samkvæmt Austurfrétt fór fram á að honum yrði ekki refsað fyrir brotið.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Lögreglumál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23