„Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 07:30 Þórir skilar góðu búi af sér eftir sögulega góðan árangur í starfi. Maja Hitij/Getty Images Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar. Þórir ákvað að láta gott heita eftir nýliðið Evrópumót þar sem Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn og varð liðið einnig Ólympíumeistari í sumar. Ákvörðun Þóris var ekki léttvæg en hann stendur við hana. „Maður á örugglega, á einhverjum tímapunkti eftir að sjá eftir því, en þetta er ekkert eitthvað sem ég ákvað í flýti. Ég á erfitt með að sjá mig í þessari stöðu eftir fjögur ár á Ólympíuleikum,“ „Þannig að þetta var mjög góður tímapunktur að stoppa og gefa nýjum þjálfara og teymi þann tíma sem það þarf,“ segir Þórir. Þórir Hergeirsson hefur unnið til 17 verðlauna á 15 árum.Vísir/Sara Hann var verðlaunaður fyrir framgang sinn á nýliðnu ári en hann hlaut fálkaorðu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á nýársdag og var kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna um helgina. Þriðji þjálfarinn á 40 árum Óhætt er að segja að eftirmaður Þóris taki við góðu búi. En hver er eiginlega lykillinn að svo lygilegum árangri? „Þetta er auðvitað samfella varðandi þjálfara og teymi. Ég er þriðji þjálfarinn á einhverjum 40 árum,“ „Við vinnum mikla teymisvinnu sem gerir það að verkum að þú nærð út mjög mikilli kunnáttu frá öllum sem eru með. Við gerum það í gegnum teymisvinnu, og gegnum það sem við köllum involvering, að fá þær virkar með okkur í þessu,“ segir Þórir. Býr til heild sem er óháð duttlungum þjálfarans „Síðan er hluti af þessu líka að deila því sem maður kann með hinum og byggja það sem er kallað ægeskap, að þú eigir þetta verkefni sjálf og sjálfar. Það er miklu mikilvægara en eitthvað dæmi sem einhver þjálfari hefur fundið upp og aðrir eigi að fylgja og gera eins og hver og einn þjálfari á hverjum punkti segir,“ „Ef við náum að komast að góðum lausnum innan hópsins, þá skiptir eiginlega engu máli hver á hugmyndirnar. Þannig að við virkjum þær mjög mikið,“ segir Þórir. Um er að ræða brot af heildarviðtalinu við Þóri sem birtur var í Sportpakkanum. Viðtalið í heild þar sem Þórir gerir upp tímann með Noregi og lítur til framtíðar má nálgast í spilaranum af Besta sætinu. Einnig má nálgast viðtalið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM kvenna í handbolta 2024 Norski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Þórir ákvað að láta gott heita eftir nýliðið Evrópumót þar sem Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn og varð liðið einnig Ólympíumeistari í sumar. Ákvörðun Þóris var ekki léttvæg en hann stendur við hana. „Maður á örugglega, á einhverjum tímapunkti eftir að sjá eftir því, en þetta er ekkert eitthvað sem ég ákvað í flýti. Ég á erfitt með að sjá mig í þessari stöðu eftir fjögur ár á Ólympíuleikum,“ „Þannig að þetta var mjög góður tímapunktur að stoppa og gefa nýjum þjálfara og teymi þann tíma sem það þarf,“ segir Þórir. Þórir Hergeirsson hefur unnið til 17 verðlauna á 15 árum.Vísir/Sara Hann var verðlaunaður fyrir framgang sinn á nýliðnu ári en hann hlaut fálkaorðu frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á nýársdag og var kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna um helgina. Þriðji þjálfarinn á 40 árum Óhætt er að segja að eftirmaður Þóris taki við góðu búi. En hver er eiginlega lykillinn að svo lygilegum árangri? „Þetta er auðvitað samfella varðandi þjálfara og teymi. Ég er þriðji þjálfarinn á einhverjum 40 árum,“ „Við vinnum mikla teymisvinnu sem gerir það að verkum að þú nærð út mjög mikilli kunnáttu frá öllum sem eru með. Við gerum það í gegnum teymisvinnu, og gegnum það sem við köllum involvering, að fá þær virkar með okkur í þessu,“ segir Þórir. Býr til heild sem er óháð duttlungum þjálfarans „Síðan er hluti af þessu líka að deila því sem maður kann með hinum og byggja það sem er kallað ægeskap, að þú eigir þetta verkefni sjálf og sjálfar. Það er miklu mikilvægara en eitthvað dæmi sem einhver þjálfari hefur fundið upp og aðrir eigi að fylgja og gera eins og hver og einn þjálfari á hverjum punkti segir,“ „Ef við náum að komast að góðum lausnum innan hópsins, þá skiptir eiginlega engu máli hver á hugmyndirnar. Þannig að við virkjum þær mjög mikið,“ segir Þórir. Um er að ræða brot af heildarviðtalinu við Þóri sem birtur var í Sportpakkanum. Viðtalið í heild þar sem Þórir gerir upp tímann með Noregi og lítur til framtíðar má nálgast í spilaranum af Besta sætinu. Einnig má nálgast viðtalið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM kvenna í handbolta 2024 Norski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira