„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2025 07:02 Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér keyra inn í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Stöð 2 Sport Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur
Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti