Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 23:29 Peter Yarrow er til vinstri, Mary Travers er í miðjunni, og Paul Stookey er hægra megin. Saman mynduðu þau Peter, Paul and Mary. Getty Peter Yarrow, meðlimur bandaríska þjóðlagatríósins goðsagnakennda Peter, Paul and Mary, lést á heimili sínu í Manhattan í New York borg í gær, 86 ára að aldri. Banamein hans var blöðrukrabbamein, en hann hafði glímt við það í fjögur ár. Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman. Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Mary Travers lést 72 ára gömul árið 2009. Og því er einungis einn meðlimur hljómsveitarinnar eftir á lífi. Það er Paul Stookey sem varð 87 ára á dögunum. Karlarnir tveir spiluðu báðir á gítar. Svo var Yarrow var tenórsöngvari sveitarinnar, Stookey var barítónröddin og Travers altsöngkona. Yarrow var lagahöfundur eins vinsælasta smells tríósins Puff the Magic Dragon. Texti lagsins byggði þó á ljóði vinar hans. Peter Paul og Mary voru gríðarlega vinsæl í upphafi sjöunda áratugs síðustu aldar. Þau áttu stóran þátt í endurvakningu vinsælda þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum sem átti sér stað á þessum árum. Bandið spilar saman árið 1983Getty Tvær ábreiður þeirra á lögum Bob Dylans árið 1963, Blowin’ in the Wind og Don’t Think Twice, It’s All Right stórjuku vinsældir Dylans, sem var um þær mundir að gefa út sína aðra plötu, Freewheelin' Bob Dylan, og átti langt í land með að verða Nóbelsskáld. Þetta sama ár, í ágúst, tóku þau þátt í frægri kröfugöngu í Washington-borg, þar sem Dr. Martin Luther King hélt ræðuna sem hefur verið kennd við orðin: „Ég á mér draum.“ Í kjölfar ræðunnar komu nokkrir tónlistarmenn fram, og þar á meðal voru Peter, Paul and Mary, sem sunguBlowin’ in the Wind. Tólf lög sveitarinnar komust á topp fjörutíu lista Billboard og þar af komust sex laga þeirra á topp tíu listann. Þar má nefna ábreiðu þeirra af lagi Johns Denver, Leavin’ on a Jet Plane. Þá komust fimm plötur þeirra á topp tíu lista Billboard, og þar af tvisvar í fyrsta sætið. Tríóið hætti að spila saman 1970 og þá reyndu þremenningarnir allir fyrir sér sem sólólistamenn. Þau komu aftur saman átta árum seinna og héldu hópinn þangað til Travers lést, líkt og áður segir árið 2009. Yarrow og Stookey hættu þó ekki og komu áfram fram saman.
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp