Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 14:31 Bjarki Már fær orð í eyra frá Snorra Steini. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var nokkuð hress þrátt fyrir örlitla þreytu fyrir landsliðsæfingu handboltalandsliðsins í gærmorgun. Hann er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót. Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15
Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07
„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33