Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 14:31 Bjarki Már fær orð í eyra frá Snorra Steini. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var nokkuð hress þrátt fyrir örlitla þreytu fyrir landsliðsæfingu handboltalandsliðsins í gærmorgun. Hann er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót. Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15
Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07
„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33