Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 8. janúar 2025 14:31 Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar