SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 9. janúar 2025 11:00 Um áramótin skrifaði ég grein um þá sérstöku ákvörðun fyrirtækja innan SVEIT að stofna með sér gervi stéttarfélag sem fengið hefur nafnið „Virðing“. Vissulega er það nokkuð sérkennilegt að hópur veitingamanna á Íslandi telji það vera einu færu leiðina til að halda úti starfsemi, að sniðganga umsamin lágmarkskjör og ákveða launakjör starfsfólks eftir eigin geðþótta. Fyrir liggur að rekstur fyrirtækja er ekki alltaf dans á rósum. Það heimilar veitingamönnum hins vegar ekki að sniðganga vinnulöggjöfina og gildandi kjarasamninga. Samtök fyrirtækja á veitingarmarkaði SVEIT eru án efa mikilvæg hagsmunasamtök fyrir fyrirtæki í veitingarekstri, en í guðanna bænum virðið almennar reglur og lög sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Hagsmunir fyrirtækjanna hvað rekstrarumhverfið varðar liggja annars staðar, ekki síst í skattlagningu, alltof háum vöxtum og ýmsum öðrum gjöldum á ferðaþjónustuna. Aðför veitingamanna að kjörum starfsfólks í gegnum Virðingu er ekki bara aðför að réttindum starfsmanna heldur einnig gróf aðför að starfsemi annarra fyrirtækja í veitingarekstri sem ekki eru innan SVEIT. Fyrirtækja sem virða gildandi kjarasamninga og stunda ekki undirboð með því að hunsa umsamin kjör í ferðaþjónustu. Því miður loka veitingamenn innan SVEIT augunum fyrir þessari staðreynd, það er skaðanum sem þeir eru að valda öðrum fyrirtækjunum í veitingarekstri sem stunda heiðarlega atvinnustarfsemi og kappkosta að gera vel við starfsmenn. Lögregla á vinnumarkaði Það var ekki ætlunin að skrifa frekar um þetta málefni nema brýna ástæðu bæri til. Viðbrögð við grein minni frá Aðalgeiri Ásvaldssyni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði SVEIT kalla hins vegar á slíkt. Hann leyfir sér að halda því fram að stærsta ógnin við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé verkalýðshreyfingin og kjarasamningarnir sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar á síðasta ári. Verkalýðshreyfingin virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni. Að sjálfsögðu er ekki hægt að sitja undir svona fullyrðingum og aðdráttunum, hvað þá þegar talað er um að staðreyndir úr rekstrarumhverfi veitingastaða henti ekki leslistum forsvarsmanna Framsýnar, sannleikurinn geti nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum. Ég segi nú bara, Guð blessi Ísland. Er hægt að leggjast lægra en þetta í málflutningi þegar menn vita betur og hafa jafnvel sjálfir verið félagsmenn í öflugum stéttarfélögum. Hvar hafa menn haldið sig sem leyfa sér að hrauna yfir verkalýðshreyfinguna með þessum hætti? Því er til að svara að forsvarsmenn Framsýnar, sem og annara stéttarfélaga innan ASÍ eru ágætlega læsir á stöðuna á vinnumarkaði og vel meðvitaðir um að fjölmörg þeirra réttinda sem vinnandi fólki þykja sjálfsögð í dag fengust í gegnum mikla baráttu, s.s. samningsréttur, uppsagnarfrestur, veikindaréttur, orlofsréttur og fæðingarorlof. Sé það óþægilegur sannleikur fyrir SVEIT verður svo að vera. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er og verður að tryggja launafólki mannsæmandi laun og önnur starfskjör í frjálsum kjaraviðræðum við atvinnurekendur, en ekki síður að verja kjarasamningsbundin réttindi launafólks gagnvart agentum sérhagsmuna sem velja að sigla undir fölsku flaggi. Fyrir ökuníðinga væri það án efa afar þægilegt að ekkert umferðareftirlit væri á þjóðvegum landsins eða í þéttbýli. Þá kæmust þeir upp með ofsaakstur og ölvun með tilheyrandi áhættu fyrir þá sjálfa og aðra vegfarendur. Það sama á við um fyrirtæki í veitingarekstri sem velja að sniðganga löglega gerða kjarasamninga. Vissulega kæmi þeim vel að ekkert eftirlit væri með kjörum og réttindum starfsfólks á veitingastöðum, þá kæmust fyrirtækin upp með kjarasamningsbrot án athugasemda og sekta. Það ætti enginn að þurfa að efast um það að verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki á vinnumarkaði hvað varðar starfsemi fyrirtækja er viðkemur kjarasamningum og aðbúnaði starfsmanna. Tilgangurinn er ekki síður að tryggja eðlilega samkeppnisstöðu meðal aðila í atvinnurekstri. Sem betur fer eru til fjölmörg alvörufyrirtæki á veitingamarkaði sem hvetja stéttarfélögin reglulega til að standa vaktina og tryggja eðlilega samkeppnisstöðu meðal fyrirtækja með aðhaldi og öflugu vinnustaðaeftirliti. Verkalýðshreyfingin gegni ákveðnu löggæsluhlutverki á vinnumarkaði. Þá virðist sem það hafi gjörsamlega farið framhjá veitingamönnum að verkalýðshreyfingin hefur lengi barist fyrir því að ná niður verðbólgunni sem og alltof háum vöxtum, heimilum og atvinnulífinu í landinu til hagsbóta. Vonandi ekki í óþökk veitingamanna. Horft til framtíðar Ljóst er að hljóð og mynd fara ekki saman í málflutningi veitingamanna innan SVEIT sé tekið mið af yfirlýsingum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna, Pétur Óskarsson, lætur hafa eftir sér um áramótin að kjarasamningurinn sem gerður var á árinu 2024 til næstu fjögurra ára geti m.a. stuðlað að farsælli framtíð og verðmætasköpun í ferðaþjónustu á Íslandi. Full ástæða er til að taka undir þau orð, enda eitt af markmiðum samningsins að stuðla að stöðugleika og sátt í þjóðfélaginu. Á sama tíma telur framkvæmdastjóri SVEIT síðustu kjarasamninga vera aðför að þúsundum starfa í greininni og sakar verkalýðsforystuna jafnframt um óheilindi. Hvað skyldi valda þessum ólíku skoðunum innan ferðaþjónustunnar? Hvað sem því líður, hvet ég þá veitingamenn innan SVEIT sem hafa ekki þegar gefið út að þeir ætli sér að fylgja eftir löglega gerðum kjarasamningum að kasta hvíta handklæðinu inn í hringinn og viðurkenna þannig í verki að þeir ætli sér að vera með þeim í liði sem vilja efla ferðaþjónustuna á Íslandi til framtíðar. Að sjálfsögðu á það að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðarins að standa vörð um grundvallarréttindi launafólks. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um áramótin skrifaði ég grein um þá sérstöku ákvörðun fyrirtækja innan SVEIT að stofna með sér gervi stéttarfélag sem fengið hefur nafnið „Virðing“. Vissulega er það nokkuð sérkennilegt að hópur veitingamanna á Íslandi telji það vera einu færu leiðina til að halda úti starfsemi, að sniðganga umsamin lágmarkskjör og ákveða launakjör starfsfólks eftir eigin geðþótta. Fyrir liggur að rekstur fyrirtækja er ekki alltaf dans á rósum. Það heimilar veitingamönnum hins vegar ekki að sniðganga vinnulöggjöfina og gildandi kjarasamninga. Samtök fyrirtækja á veitingarmarkaði SVEIT eru án efa mikilvæg hagsmunasamtök fyrir fyrirtæki í veitingarekstri, en í guðanna bænum virðið almennar reglur og lög sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Hagsmunir fyrirtækjanna hvað rekstrarumhverfið varðar liggja annars staðar, ekki síst í skattlagningu, alltof háum vöxtum og ýmsum öðrum gjöldum á ferðaþjónustuna. Aðför veitingamanna að kjörum starfsfólks í gegnum Virðingu er ekki bara aðför að réttindum starfsmanna heldur einnig gróf aðför að starfsemi annarra fyrirtækja í veitingarekstri sem ekki eru innan SVEIT. Fyrirtækja sem virða gildandi kjarasamninga og stunda ekki undirboð með því að hunsa umsamin kjör í ferðaþjónustu. Því miður loka veitingamenn innan SVEIT augunum fyrir þessari staðreynd, það er skaðanum sem þeir eru að valda öðrum fyrirtækjunum í veitingarekstri sem stunda heiðarlega atvinnustarfsemi og kappkosta að gera vel við starfsmenn. Lögregla á vinnumarkaði Það var ekki ætlunin að skrifa frekar um þetta málefni nema brýna ástæðu bæri til. Viðbrögð við grein minni frá Aðalgeiri Ásvaldssyni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði SVEIT kalla hins vegar á slíkt. Hann leyfir sér að halda því fram að stærsta ógnin við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé verkalýðshreyfingin og kjarasamningarnir sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar á síðasta ári. Verkalýðshreyfingin virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni. Að sjálfsögðu er ekki hægt að sitja undir svona fullyrðingum og aðdráttunum, hvað þá þegar talað er um að staðreyndir úr rekstrarumhverfi veitingastaða henti ekki leslistum forsvarsmanna Framsýnar, sannleikurinn geti nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum. Ég segi nú bara, Guð blessi Ísland. Er hægt að leggjast lægra en þetta í málflutningi þegar menn vita betur og hafa jafnvel sjálfir verið félagsmenn í öflugum stéttarfélögum. Hvar hafa menn haldið sig sem leyfa sér að hrauna yfir verkalýðshreyfinguna með þessum hætti? Því er til að svara að forsvarsmenn Framsýnar, sem og annara stéttarfélaga innan ASÍ eru ágætlega læsir á stöðuna á vinnumarkaði og vel meðvitaðir um að fjölmörg þeirra réttinda sem vinnandi fólki þykja sjálfsögð í dag fengust í gegnum mikla baráttu, s.s. samningsréttur, uppsagnarfrestur, veikindaréttur, orlofsréttur og fæðingarorlof. Sé það óþægilegur sannleikur fyrir SVEIT verður svo að vera. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er og verður að tryggja launafólki mannsæmandi laun og önnur starfskjör í frjálsum kjaraviðræðum við atvinnurekendur, en ekki síður að verja kjarasamningsbundin réttindi launafólks gagnvart agentum sérhagsmuna sem velja að sigla undir fölsku flaggi. Fyrir ökuníðinga væri það án efa afar þægilegt að ekkert umferðareftirlit væri á þjóðvegum landsins eða í þéttbýli. Þá kæmust þeir upp með ofsaakstur og ölvun með tilheyrandi áhættu fyrir þá sjálfa og aðra vegfarendur. Það sama á við um fyrirtæki í veitingarekstri sem velja að sniðganga löglega gerða kjarasamninga. Vissulega kæmi þeim vel að ekkert eftirlit væri með kjörum og réttindum starfsfólks á veitingastöðum, þá kæmust fyrirtækin upp með kjarasamningsbrot án athugasemda og sekta. Það ætti enginn að þurfa að efast um það að verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki á vinnumarkaði hvað varðar starfsemi fyrirtækja er viðkemur kjarasamningum og aðbúnaði starfsmanna. Tilgangurinn er ekki síður að tryggja eðlilega samkeppnisstöðu meðal aðila í atvinnurekstri. Sem betur fer eru til fjölmörg alvörufyrirtæki á veitingamarkaði sem hvetja stéttarfélögin reglulega til að standa vaktina og tryggja eðlilega samkeppnisstöðu meðal fyrirtækja með aðhaldi og öflugu vinnustaðaeftirliti. Verkalýðshreyfingin gegni ákveðnu löggæsluhlutverki á vinnumarkaði. Þá virðist sem það hafi gjörsamlega farið framhjá veitingamönnum að verkalýðshreyfingin hefur lengi barist fyrir því að ná niður verðbólgunni sem og alltof háum vöxtum, heimilum og atvinnulífinu í landinu til hagsbóta. Vonandi ekki í óþökk veitingamanna. Horft til framtíðar Ljóst er að hljóð og mynd fara ekki saman í málflutningi veitingamanna innan SVEIT sé tekið mið af yfirlýsingum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna, Pétur Óskarsson, lætur hafa eftir sér um áramótin að kjarasamningurinn sem gerður var á árinu 2024 til næstu fjögurra ára geti m.a. stuðlað að farsælli framtíð og verðmætasköpun í ferðaþjónustu á Íslandi. Full ástæða er til að taka undir þau orð, enda eitt af markmiðum samningsins að stuðla að stöðugleika og sátt í þjóðfélaginu. Á sama tíma telur framkvæmdastjóri SVEIT síðustu kjarasamninga vera aðför að þúsundum starfa í greininni og sakar verkalýðsforystuna jafnframt um óheilindi. Hvað skyldi valda þessum ólíku skoðunum innan ferðaþjónustunnar? Hvað sem því líður, hvet ég þá veitingamenn innan SVEIT sem hafa ekki þegar gefið út að þeir ætli sér að fylgja eftir löglega gerðum kjarasamningum að kasta hvíta handklæðinu inn í hringinn og viðurkenna þannig í verki að þeir ætli sér að vera með þeim í liði sem vilja efla ferðaþjónustuna á Íslandi til framtíðar. Að sjálfsögðu á það að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðarins að standa vörð um grundvallarréttindi launafólks. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun