Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 11:08 F/A-18 Hornet orrustuþota finnska flughersins yfir Íslandi á æfingu árið 2014. Flugher Finnlands Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira