Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Hekla 13. janúar 2025 09:57 Jómundur Ólason, sauðfjárbóndi í Borgarfirði, við Skoda Octavia bílinn sinn sem var ekinn rúmlega 1.000.000 km. Á vormánuðum 2024 hafði Jómundur Ólason, sauðfjárbóndi í Borgarfirði, samband við bílaumboðið Heklu vegna Skoda Octavia bíls sem konan hans hafði keypt nýjan árið 2003. Kílómetramælir bílsins var að nálgast 1.000.000 kílómetra og var Jómundur að velta fyrir sér hvort mælirinn myndi fara aftur í núll eða hvort hann færi einfaldlega ekki lengra en í 999.999 því mælirinn er einungis með sex tölureiti. „Þetta var spurning sem við hjá Heklu gátum ekki svarað svo auðveldlega enda ekki algengt að bílum sé ekið svo langt,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Heklu. „Okkur fannst hins vegar saga hans svo skemmtileg og áhugaverð og ekki síður mikill gæðastimpill fyrir Skoda að bíllinn kæmist svo langt. Því buðum við Jómundi í kaffi til okkar enda lék okkur forvitni á að heyra sögu hans.“ Spennan var mikil þegar kílómetramælirinn var kominn í 999.999 km. Hvað skyldi gerast næst? Jómundur segir sjálfur ekki hafa heyrt um fleiri fólksbíla sem hafi verið keyrðir rúmlega milljón kílómetra hér á landi. „Ég hef heyrt um fólksbíla sem hafa verið keyrðir 7-800.00 km en ekki yfir milljón. En auðvitað veit ég svo sem ekkert um það.“ Það má svo sannarlega segja að Jómundur hafi gegnum árin tileinkað sér almenna nægjusemi og nýtni og er Skoda Octavia bíllinn gott dæmi um það. Þau hjónin, og einkum Jómundur, hafa varið ófáum stundum í bílnum, mestmegnis á ferðum hans frá heimili þeirra í Mosfellsbæ upp í Borgarfjörð þar sem Jómundur er með sauðfjárbúskap. Berglind segir að sagan af bílnum sem fór heila milljón kílómetra hafi ein og sér verið ótrúleg en ýmislegt annað átti eftir að koma í ljós að hennar sögn. „Að sögn Jómundar hefur t.d. aldrei verið skipt um kúplingu í bílnum né annað í húddi bílsins, þó svo að vitanlega hafi hann fengið eðlilegt viðhald á bremsum, dekkjum og öðru eins og olíu. Þá hefur Jómundur að eigin sögn ekki hlíft bílnum á neinn hátt. Hann hefur ekið honum á malarvegum í öllum veðrum og meira að segja sett rollur inn í hann þegar á hefur þurft að halda.“ „Allan tímann sem ég átti bílinn var hann með sama mótor, kúplingu, gírkassa og drif, svo dæmi séu tekin,“ bætti Jómundur við. Starfsfólk Heklu var sammála um saga þessa bíls væri einstök og að hana þyrfti að taka upp og segja fleirum. „Við hófum því framleiðslu á auglýsingu í samstarfi við Jómund, auglýsingastofuna Tvist, Erlend Sveinsson leikstjóra og höfuðstöðvar Skoda í Tékklandi. Jómundur segir sögu sína og stundin þegar bílnum var ekið í milljón var fest á filmu.“ Þess má til gamans geta að Jómundur festi kaup í Skoda Octavia til að leysa þann gamla af hólmi og var sá gamli gefinn til bíltæknibrautar Borgarholtsskóla þar sem hann mun vonandi nýtast nemendum í bifvélavirkjanámi. Aðspurður hvort hann saknaði gamla bílsins sagði hann ekki svo vera. „Hann reyndist mér vel í langan tíma“. Bílaumboðið Hekla kynnir hér með stolti þessa fallegu sögu. Bílar Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Þetta var spurning sem við hjá Heklu gátum ekki svarað svo auðveldlega enda ekki algengt að bílum sé ekið svo langt,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Heklu. „Okkur fannst hins vegar saga hans svo skemmtileg og áhugaverð og ekki síður mikill gæðastimpill fyrir Skoda að bíllinn kæmist svo langt. Því buðum við Jómundi í kaffi til okkar enda lék okkur forvitni á að heyra sögu hans.“ Spennan var mikil þegar kílómetramælirinn var kominn í 999.999 km. Hvað skyldi gerast næst? Jómundur segir sjálfur ekki hafa heyrt um fleiri fólksbíla sem hafi verið keyrðir rúmlega milljón kílómetra hér á landi. „Ég hef heyrt um fólksbíla sem hafa verið keyrðir 7-800.00 km en ekki yfir milljón. En auðvitað veit ég svo sem ekkert um það.“ Það má svo sannarlega segja að Jómundur hafi gegnum árin tileinkað sér almenna nægjusemi og nýtni og er Skoda Octavia bíllinn gott dæmi um það. Þau hjónin, og einkum Jómundur, hafa varið ófáum stundum í bílnum, mestmegnis á ferðum hans frá heimili þeirra í Mosfellsbæ upp í Borgarfjörð þar sem Jómundur er með sauðfjárbúskap. Berglind segir að sagan af bílnum sem fór heila milljón kílómetra hafi ein og sér verið ótrúleg en ýmislegt annað átti eftir að koma í ljós að hennar sögn. „Að sögn Jómundar hefur t.d. aldrei verið skipt um kúplingu í bílnum né annað í húddi bílsins, þó svo að vitanlega hafi hann fengið eðlilegt viðhald á bremsum, dekkjum og öðru eins og olíu. Þá hefur Jómundur að eigin sögn ekki hlíft bílnum á neinn hátt. Hann hefur ekið honum á malarvegum í öllum veðrum og meira að segja sett rollur inn í hann þegar á hefur þurft að halda.“ „Allan tímann sem ég átti bílinn var hann með sama mótor, kúplingu, gírkassa og drif, svo dæmi séu tekin,“ bætti Jómundur við. Starfsfólk Heklu var sammála um saga þessa bíls væri einstök og að hana þyrfti að taka upp og segja fleirum. „Við hófum því framleiðslu á auglýsingu í samstarfi við Jómund, auglýsingastofuna Tvist, Erlend Sveinsson leikstjóra og höfuðstöðvar Skoda í Tékklandi. Jómundur segir sögu sína og stundin þegar bílnum var ekið í milljón var fest á filmu.“ Þess má til gamans geta að Jómundur festi kaup í Skoda Octavia til að leysa þann gamla af hólmi og var sá gamli gefinn til bíltæknibrautar Borgarholtsskóla þar sem hann mun vonandi nýtast nemendum í bifvélavirkjanámi. Aðspurður hvort hann saknaði gamla bílsins sagði hann ekki svo vera. „Hann reyndist mér vel í langan tíma“. Bílaumboðið Hekla kynnir hér með stolti þessa fallegu sögu.
Bílar Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira