Hin 55 ára gamla Dosogne hljóp heilt maraþonhlaup á 366 dögum í röð.
Hún byrjaði 1. janúar 2024 og endaði á Gamlársdag 2024. Þetta voru 366 dagar því árið 2024 var hlaupár.
Hún fyrsta konan eða karlinn sem nær að hlaupa svo mörg maraþonhlaup á einu ári.
„Þetta er frábært. Ég er þvílíkt glöð að hafa náð að klára þessi 366 maraþonhlaup,“ sagði Hilde Dosogne þegar hún kom í mark.
Tíminn hennar í 366. og síðasta maraþonhlaupinu voru fjórir klukkutímar, sautján mínútur og fjörutíu sekúndur.
Hún fór í gegnum 24 hlaupaskó á þessu ári sem segir sína sögu.
Hvert hlaup eru rúmir 42 kílómetrar. Hún hljóp alls meira en fimmtán þúsund og fjögur hundruð kílómetra á árinu.