„Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. janúar 2025 22:25 Pétur Ingvarsson var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Hetti 112-98. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ángæður með sigurinn. „Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
„Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira