„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2025 15:00 Rósa Líf segir að ást sín á hestum hafi kveikt neistann í baráttu hennar fyrir dýravelferð. „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“ Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“ Heilsa Vegan Matur Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“
Heilsa Vegan Matur Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið