Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2025 21:53 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn Vísir/Jón Gautur Stjarnan endurheimti toppsætið eftir átta stiga sigur gegn KR 94-86. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Það er alltaf gaman að vinna og það er alltaf gleði sem fylgir því,“ sagði Baldur sáttur með fyrsta sigurinn á árinu. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Stjarnan náði að komast í bílstjórasætið þegar heimamenn gerðu níu stig í röð um miðjan annan leikhluta. „Þetta var frekar jafn leikur og við vorum í vandræðum með Nimrod allan leikinn og hann gerði mjög vel. Þetta var jafn leikur og ég var ánægður með að hafa unnið.“ „Við leiddum leikinn en þetta var ekki sannfærandi. Við vorum í vandræðum með að stöðva ákveðin atriði hjá þeim gegnum gangandi allan leikinn. Það var aldrei neinn svaka kraftur sem kom hjá okkur sem er eðlilegt, það er ekki flugeldasýning í hverjum leik í körfubolta.“ Hilmar Smári Henningsson, Jase Febres og Shaquille Rombley gerðu 77 af 94 stigum liðsins en Baldur taldi það eðlilegt og var ekki að kippa sér upp við það. „Ægir skorar stundum tuttugu stig og stundum gerir Orri tuttugu stig. Þetta er eðlilegt hjá okkur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og Baldur vildi lítið gefa það upp hvort liðið myndi styrkja sig áður en hann lokar. „Það er eitthvað sem við erum að skoða og reyna ákveða. Það er ekki komin nein lending með það.“ „Styrking getur fyllt upp í ákveðin göt ef þú hittir á réttan mann en ef þú hittir á rangan mann getur þú eyðilagt liðið. Þetta er ákvörðun sem þarf að taka og svo verður hún annað hvort góð eða léleg,“ sagði Baldur Þór að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna og það er alltaf gleði sem fylgir því,“ sagði Baldur sáttur með fyrsta sigurinn á árinu. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Stjarnan náði að komast í bílstjórasætið þegar heimamenn gerðu níu stig í röð um miðjan annan leikhluta. „Þetta var frekar jafn leikur og við vorum í vandræðum með Nimrod allan leikinn og hann gerði mjög vel. Þetta var jafn leikur og ég var ánægður með að hafa unnið.“ „Við leiddum leikinn en þetta var ekki sannfærandi. Við vorum í vandræðum með að stöðva ákveðin atriði hjá þeim gegnum gangandi allan leikinn. Það var aldrei neinn svaka kraftur sem kom hjá okkur sem er eðlilegt, það er ekki flugeldasýning í hverjum leik í körfubolta.“ Hilmar Smári Henningsson, Jase Febres og Shaquille Rombley gerðu 77 af 94 stigum liðsins en Baldur taldi það eðlilegt og var ekki að kippa sér upp við það. „Ægir skorar stundum tuttugu stig og stundum gerir Orri tuttugu stig. Þetta er eðlilegt hjá okkur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og Baldur vildi lítið gefa það upp hvort liðið myndi styrkja sig áður en hann lokar. „Það er eitthvað sem við erum að skoða og reyna ákveða. Það er ekki komin nein lending með það.“ „Styrking getur fyllt upp í ákveðin göt ef þú hittir á réttan mann en ef þú hittir á rangan mann getur þú eyðilagt liðið. Þetta er ákvörðun sem þarf að taka og svo verður hún annað hvort góð eða léleg,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira