Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 12:24 Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að segja skilið við pólitíkina. Kollegi hans og samstarfsmaður í ríkisstjórn til sjö ára, Sigurður Ingi Jóhannsson, er hins vegar ekki á förum miðað við síðustu yfirlýsingar hans. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur bæst í hóp þeirra Sjálfstæðismanna sem telja að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hávær umræða hefur verið um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, fram á vor eða jafnvel haust. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Meðal ástæða sem nefndar hafa verið er að í febrúar sé allra veðra von, og því mögulega illfært til Reykjavíkur fyrir sjálfstæðisfólk úti á landi. Að sama skapi hafi dagsetningin verið valin með það í huga að vera upptaktur fyrir prófkjör og kosningabaráttu í aðdraganda þingkosninga, sem farið hafi fram fyrr en gert var ráð fyrir. Vont ef óvissa er uppi Í grein sem birtist í morgun segist Þórdís telja rétt að dagsetningin haldi, þar sem ótækt sé að óvissa ríki um forystu stærsta stjórnmálaflokksins í stjórnarnandstöðu. Miðstjórn flokksins tekur endanlega ákvörðun um tímasetningu fundarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur hún saman á mánudag. Þórdís er ein þeirra sem sterklega hefur verið orðuð við framboð til formannsembættis í Sjálfstæðisflokknum, sér í lagi eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri, heldur kveðja hið pólitíska svið. Áður en Bjarni greindi frá brotthvarfi sínu hafi Þórdís lýst yfir vilja til að leiða flokkinn þegar fram liðu stundir. Hún er þó langt frá því að vera sú eina sem nefnd hefur verið í þessu samhengi. Hér að neðan má sjá samantekt fréttastofu um þau sem hvað tíðast eru mátuð við hlutverkið: Flýta framsóknarmenn sér? Á sama tíma og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skeggræðir hvort halda eigi við settan dag eða fresta fundi, virðast Framsóknarmenn í þveröfugum hugleiðingum. Morgunblaðið greinir frá því að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að kalla saman landsstjórn flokksins þann 30. janúar, að beiðni kjördæmasambands flokksins í Reykjavík. Landsstjórnin muni svo boða fund hjá miðstjórn Framsóknar, sem muni í kjölfarið fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að flýta flokksþingi, sem er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Mogginn greinir þá frá því að innan Framsóknar sé uppi umræða um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, þurfi að axla ábyrgð á dræmu gengi flokksins í kosningum. Sjálfur hefur Sigurður ekki sagt neitt fararsnið á sér.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira