Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:54 Hundurinn Mosi heldur uppi eigin síðu á Instagram. Aðsend Hundurinn Mosi fann heyrnartól sem týnst höfðu í göngutúr á Vatnsenda. Eigandi Mosa hafði gefist upp á leitinni, enda hægara sagt en gert að koma auga á hvít heyrnartól í snjónum, þegar Mosi gróf þau upp. Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun. Gæludýr Hundar Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun.
Gæludýr Hundar Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira