Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2025 23:40 Hverfið Pacific Palisades hefur farið einna verst út úr eldunum. AP/Ethan Swope Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50