Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 12:18 Fjölskyldan á Syðri – Hól, Konráð Helgi og Elsa Gehringer ásamt börnum sínum en það eru þau Markús 17 ára, Andri 13 ára og Melkorka 10 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum. Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hér erum við að tala um Konráð Helga Haraldsson bónda á bænum Syðri – Hól undir Eyjafjöllum, sem slasaðist mikið í umferðarslysi í desember. Hann syngur með Karlakór Rangæinga og Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu en félagar hans í báðum þessum hópum verða með styrktartónleika fyrir Konráð Helga og fjölskyldu hans í Hvolnum á Hvolsvelli í dag 16:00. Erlendur Árnason er formaður Karlakórs Rangæinga. „Við vorum að syngja í jarðarför fyrir mánuði síðan og svo á heimleiðinni lendir hann í alvarlegu bílslysi og er mjög mikið slasaður,” segir Erlendur og bætir við. „Þau eru ungir bændur undir Eyjafjöllum með kúabú og keyptu jörð fyrir ekki svo löngu síðan og náttúrulega eins og maður veit, það er ekki auðvelt að standa undir lánum og öðru þegar fyrirvinnan verður fyrir svona miklu skakkaföllum. Þá þurfa þau náttúrulega að leita til afleysingaþjónustu og svona og allt kostar þetta mikil pening og við ætlum að reyna að styrkja þau þessum ráðum.” Styrktartónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í dag klukkan 16:00. Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna þá er reikningsnúmerið og kennitalan er: 600301-2920 og reikningur númer 0182-05-003452.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendur segist eiga von á miklum fjölda fólks á tónleika dagsins en aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til fjölskyldunnar á Syðri – Hól. Tónleikarnir verða líka í beinu streymi og þar verður líka hægt að sjá styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Konráð Helgi og hundarnir á bænum, Benni, sem hann heldur á og svo er það tíkin Lóla.Aðsend Séð heim á bæ fjölskyldunnar undir Eyjafjöllum.Aðsend
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Landbúnaður Kórar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira