Elías Már var búinn að skora þrjú mörk í hollensku deildinni fyrir leikinn í dag en NAC Breda var í 11. sæti fyrir leikinn og aðeins tveimur stigum á eftir Herenveen sem var í 9. sæti.
Gestirnir byrjuðu hins vegar með miklum látum. Þeir voru komnir í 2-0 stöðu strax á 13. mínútu en Elías Már minnkaði muninn með marki á 19. mínútu.
Aðeins níu mínútum síðar komst Herenveen hins vegar í 3-1 og staðan brött hjá heimamönnum. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka skoraði Elías Már sitt annað mark og kom sínu liði aftur inn í leikinn. Það dugði hins vegar ekki til og í uppbótartíma skoruðu gestirnir sitt fjórða mark og tryggðu sér 4-2 sigur.
👤 Elías Már Ómarsson (f.1995)⚽️⚽️
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) January 12, 2025
🇳🇱 NAC Breda
🆚 Heerenveen
🇮🇸 #Íslendingavaktin pic.twitter.com/OSkHF3cyCJ
NAC Breda virðist því ætla að halda áfram í miðjumoði í hollensku deildinni en mörk Elíasar Más gefa honum eflaust byr undir báða vængi en NAC Breda á leik gegn Twente um næstu helgi.