„Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 18:56 Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það undarlegt að fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu að áeggjan yfirmanns hennar hafi ekki verið ákærðir. Brot á fötluðu fólki leiði sjaldnar til ákæru, hvað þá sakfellingu. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira