Ekki blés byrlega fyrir Pittsburgh í hálfleik í leiknum gegn SMU í gær enda var liðið 31 stigi undir, 49-18.
Tony Verdi, þjálfari Pittsburgh, hefur unnið fyrir kaupinu sínu í hálfleik því Pittsburgh vann 3. leikhlutann, 28-0.
THE THIRD QUARTER BELONGS TO PITT 😤
— ACC Digital Network (@theACCDN) January 12, 2025
Down 49-18 at halftime, the Panthers came out of the locker room on 🔥FIRE🔥 and outscored SMU 2️⃣8️⃣-0️⃣ in the third frame!@Pitt_WBB | @Pitt_ATHLETICS | #H2P pic.twitter.com/sVMeITQm3c
Pittsburgh hélt áfram að hamra járnið meðan það var heitt og vann 4. leikhlutann, 26-10. Liðið vann því seinni hálfleikinn, 54-10, og leikinn, 72-59. Ótrúleg úrslit miðað við það að Pittsburgh lenti mest 32 stigum undir í leiknum.
Þetta er jöfnun á stærstu endurkomu í sögu bandaríska háskólakörfuboltans. Áður hafði Texas State unnið upp jafn mikið forskot (32 stig) gegn UTSA.
A day to remember 🙌 pic.twitter.com/MfnAXwVK37
— Pitt Basketball (@Pitt_WBB) January 12, 2025
„Þjálfarinn sagði í hálfleik: Við þurfum bara einn leikmann til að kveikja á okkur. Eitt atvik til að kveikja á okkur,“ sagði Marley Washenitz, leikmaður Pittsburgh, eftir leikinn. Hún skoraði fjórtán stig en