Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 14. janúar 2025 22:02 Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar