Erlent

For­seti Suður-Kóreu hand­tekinn í mikilli að­gerð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni þegar Yoon Suk var handsamaður.
Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni þegar Yoon Suk var handsamaður. AP Photo/Ahn Young-joon

Forseti Suður-Kóreu var handtekinn í nótt, eftir að lögregla hafði setið um hann í marga þar sem hann naut verndar öryggisvarða sinna.

Yoon Suk Yeol, sem raunar var settur af á dögunum eftir að hann, öllum að óvörum setti herlög í landinu, varð þar með fyrsti forseti Suður-Kóreu til þess að verða tekinn höndum af yfirvöldum.

Þrátt fyrir að þingið hafi sett Yoon af á sínum tíma er hann enn tæknilega forseti landsins því stjórnlagadómstóll á eftir að úrskurða í máli hans.

Breska ríkisútvarpið segir að lögreglumenn hafi notað vírklippur og stiga til að ráðast til inngöngu á heimili leiðtogans en öryggisverðir hans höfðu reist girðingar umhverfis húsið til að verja forsetann. Eftir að Yoon var kominn í hendur yfirvalda birti hann stutt myndskeið þar sem hann hét því að verða nú samvinnuþýður við rannsókn málsins þótt hann væri andvígur handtökunni sem hann segir ekki eiga sér lagastoð.

Fleiri en þúsund lögreglumenn tóku þótt í aðgerðinni en þetta var í annað sinn sem látið var til skarar skríða gegn forsetanum, í fyrra skiptið þurfti lögreglan frá að hverfa.


Tengdar fréttir

Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×