Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 15:01 Rakel María og Guðmundur eru á ferðalagi um Suður-Ameríku. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hallgrímssyni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við. Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku. Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku.
Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira