Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 18:44 Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að konur í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum hafi ekki vitað af manni sem kom inn í klefann til að gera við klósettrúllustand. Vísir/Egill Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“ Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“
Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira