Ánægja með Dag og hetjan hyllt Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 15:47 Dagur Sigurðsson og hans menn í króatíska landsliðinu voru ekki í neinum vandræðum með Barein í gærkvöld. Getty/Luka Stanzl Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hófu HM í handbolta af krafti í Zagreb í gærkvöld og völtuðu yfir Bareinana hans Arons Kristjánssonar. Fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu hrósar Degi og fyrirliðanum Domagoj Duvnjak, sem var hylltur sérstaklega af áhorfendum en hann er á sínu síðasta stórmóti. Strákarnir hans Dags unnu 36-22 sigur í gærkvöld og þessi byrjun hefur eflaust ekki slegið á væntingar heimamanna sem ætla sér eflaust langt á mótinu. Dagur segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu, þó eflaust sé hún til staðar. Boris Dvorsek, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu, segir að hafa verði í huga að Barein sé ekki eitt af erfiðustu liðunum á mótinu. Næsti leikur sé svo við álíka andstæðing, Argentínu, sem þó sé mögulega aðeins sterkara lið en Barein. „Það er gott að við skulum byrja á tveimur svona leikjum. Og þarna gerði Dagur vel, því hann lét allt liðið spila. Allir spiluðu og fengu góðar mínútur. Að mínu mati ætti að gera það sama gegn Argentínu. Þetta er nefnilega frábær æfing fyrir mikilvægu leikina sem fylgja í kjölfarið, fyrst gegn Egyptalandi og svo í milliriðli við Ísland og Slóveníu,“ segir Dvorsek við Tportal. „Það er mjög mikilvægt að hafa eins marga leikmenn og hægt er í toppformi, því þetta er langt mót. Það sem heillaði mig sérstaklega er hve rosalega hreyfanlegir menn voru í 6-0 vörninni. Því leikmenn Barein eru fljótir, góðir í að finta, ekki klassískir skotmenn en við lokuðum miðsvæðinu afar vel,“ segir Dvorsek en ítrekar að Barein sé ekki eitt besta lið mótsins. 🇭🇷 Tribute to a legend!Fans honored Croatia’s captain Domagoj Duvnjak during the 5th minute of the match vs. Bahrain at #HWC2025 with a heartfelt banner: "Hvala, kapetane" (Thank you, captain).Duvnjak leads Croatia one last time, aiming for another medal. A true icon! 🙌… pic.twitter.com/sekxxiu9vt— Hen Livgot (@Hen_Livgot) January 16, 2025 Á fimmtu mínútu leiksins í gær var Duvnjak, sem klæðist treyju númer fimm, hylltur sérstaklega. Stuðningsmenn rúlluðu út gríðarstórum fána með mynd af hetjunni sinni en Duvnjak, sem er 36 ára, hefur spilað fyrir landsliðið frá árinu 2006 og var lengi í hópi allra bestu leikmanna heims. „Duvnjak var mjög, mjög góður í fyrri hálfleiknum,“ sagði Dvorsek en segir ljóst að fyrsta stóra prófið hjá Króötum sé á sunnudaginn, gegn Egyptum. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Strákarnir hans Dags unnu 36-22 sigur í gærkvöld og þessi byrjun hefur eflaust ekki slegið á væntingar heimamanna sem ætla sér eflaust langt á mótinu. Dagur segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu, þó eflaust sé hún til staðar. Boris Dvorsek, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu, segir að hafa verði í huga að Barein sé ekki eitt af erfiðustu liðunum á mótinu. Næsti leikur sé svo við álíka andstæðing, Argentínu, sem þó sé mögulega aðeins sterkara lið en Barein. „Það er gott að við skulum byrja á tveimur svona leikjum. Og þarna gerði Dagur vel, því hann lét allt liðið spila. Allir spiluðu og fengu góðar mínútur. Að mínu mati ætti að gera það sama gegn Argentínu. Þetta er nefnilega frábær æfing fyrir mikilvægu leikina sem fylgja í kjölfarið, fyrst gegn Egyptalandi og svo í milliriðli við Ísland og Slóveníu,“ segir Dvorsek við Tportal. „Það er mjög mikilvægt að hafa eins marga leikmenn og hægt er í toppformi, því þetta er langt mót. Það sem heillaði mig sérstaklega er hve rosalega hreyfanlegir menn voru í 6-0 vörninni. Því leikmenn Barein eru fljótir, góðir í að finta, ekki klassískir skotmenn en við lokuðum miðsvæðinu afar vel,“ segir Dvorsek en ítrekar að Barein sé ekki eitt besta lið mótsins. 🇭🇷 Tribute to a legend!Fans honored Croatia’s captain Domagoj Duvnjak during the 5th minute of the match vs. Bahrain at #HWC2025 with a heartfelt banner: "Hvala, kapetane" (Thank you, captain).Duvnjak leads Croatia one last time, aiming for another medal. A true icon! 🙌… pic.twitter.com/sekxxiu9vt— Hen Livgot (@Hen_Livgot) January 16, 2025 Á fimmtu mínútu leiksins í gær var Duvnjak, sem klæðist treyju númer fimm, hylltur sérstaklega. Stuðningsmenn rúlluðu út gríðarstórum fána með mynd af hetjunni sinni en Duvnjak, sem er 36 ára, hefur spilað fyrir landsliðið frá árinu 2006 og var lengi í hópi allra bestu leikmanna heims. „Duvnjak var mjög, mjög góður í fyrri hálfleiknum,“ sagði Dvorsek en segir ljóst að fyrsta stóra prófið hjá Króötum sé á sunnudaginn, gegn Egyptum.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23