Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2025 11:44 Málefni kennara til umræðu í Íslandi í dag. Umræða um skólamál hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum misserum. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en allir sammála um að kennarastarfið sé gríðarlega mikilvægt. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Sjá meira
Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Sjá meira