Lífið

Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mikill fjöldi var viðstaddur minningarstundina.
Mikill fjöldi var viðstaddur minningarstundina. Vísir/Viktor Freyr

Mikill fjöldi kom saman í Guðríðarkirkju í kvöld til að minnast þess að 30 ár eru frá því að snjóflóð féll í Súðavík 1995.

Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust.

Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti Íslands.Vísir/Viktor Freyr

Sjá einnig: Fær enn þá bullandi hjart­slátt þegar síminn hringir ó­þægi­lega snemma

Arnhildur Valgarsdóttir organisti lék undir á orgel og félagar úr kór Guðríðarkirkju sungu við athöfnina. Sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. María Rut Baldursdóttir þjónuðu við athöfnina. Ómar Már Jónsson fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík flutti einnig ávarp.

Fólk faðmaðist.Vísir/Viktor Freyr
Sr. Leifur Ragnar Jónsson minntist hörmunganna í Súðavík.Vísir/Viktor Freyr
Félagar í kór Guðríðarkirkju sungu á helgistundinni.Vísir/Viktor Freyr
Forsetahjónin voru viðstödd og ræddu við gesti á helgistundinni.Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.